Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 09:25 Forstjóri Boeing mætti fyrir þingnefnd í júní, þar sem fjöldi ættingja látnu var viðstaddur. Sagðist hann vilja axla ábyrgð vegna slysanna en mörgum þykir það meira í orði en á borði. Getty/Andrew Harnik Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC. Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC.
Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf