Sigmundi Davíð svarað Björn Bjarnason skrifar 6. júlí 2024 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun