Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 07:00 Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar