Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 17:36 Lilja Ágústsdóttir skoraði tólf mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki. Handbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Handbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira