Dugði Írum og Dönum skammt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 09:01 Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun