Dugði Írum og Dönum skammt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 09:01 Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar