Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Jafnréttismál Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun