„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. júní 2024 21:47 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Sigurjón Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21