Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 14. júní 2024 16:31 Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun