Tvö hundruð milljarða afsláttur VG Inga Lind Karlsdóttir skrifar 12. júní 2024 10:01 Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun