Nauðungarstjórnun í nánum samböndum Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar 10. júní 2024 10:00 Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun