Fyrstu tvö árin okkar í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 7. júní 2024 08:00 Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun