Porzingis klár í kvöld og spenntur fyrir úrslitaeinvígi gegn gömlu félögunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 21:30 Kristaps Porzingis hefur misst af nánast allri úrslitakeppninni en er klár í slaginn fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Kristaps Porzingis var eitt sinn vonarstjarna Dallas Mavericks. Það ævintýri gekk ekki upp og nú leikur hann til úrslita gegn liðinu með nýjum félögum sínum í Boston Celtics. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en verður klár í kvöld fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00. NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00.
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira