Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 14:51 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir líklega fleiri vera að hætta en Alexander og Vignir sem gáfu það út á laugardaginn var. Vísir/Arnar Halldórsson Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita