Boston Celtics í úrslitin: „Við erum allt annað lið núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 06:31 Jaylen Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar. Hér fagnar hann því með félögum sínum í Boston Celtics. AP/Michael Conroy Boston Celtics sópaði liði Indiana Pacers út úr úrslitum Austurdeildarinnar í nótt og er fyrir vikið komið alla leið í úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira