Kjósum húmanista – Konu hugsjóna og framkvæmdargleði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:15 Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun