Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:01 Ólafur Ólafsson og Deandre Kane fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna
Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira