Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:01 Ólafur Ólafsson og Deandre Kane fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna
Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira