Jóhann: Brotnuðum auðveldlega Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 22:14 Ólafru Ólafsson steinhissa. Mögulega á frammistöðu sinna manna Vísir / Anton Brink Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik. „Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
„Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum