Er ungum mönnum sama um sjófólk? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 16:00 Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar