„Okkur dauðlangar í meira“ Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 12:31 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Arnar Halldórsson Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Fleiri fréttir Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Í beinni: Grótta - Valur | Meistararnir gætu bætt við titli Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Sjá meira
Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Fleiri fréttir Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Í beinni: Grótta - Valur | Meistararnir gætu bætt við titli Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Sjá meira