„Okkur dauðlangar í meira“ Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 12:31 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Arnar Halldórsson Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira