Handbolti

Ís­lendinga­liðið tryggði sér odda­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Ásta fór mikinn í kvöld.
Aldís Ásta fór mikinn í kvöld. Skara

Íslendingalið Skara tryggði sér í kvöld oddaleik um sæti í úrslitum sænsku úrvalsdeildar kvenna í handbolta þegar liðið vann IK Sävehof með fjögurra marka mun, lokatölur í kvöld 34-30.

Fyrir leik kvöldsins hafði Sävehof unnið tvo leiki og Skara einn. Það var því ljóst að tap myndi þýða að þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmenn Skara, væru á leið í sumarfrí líkt og liðsfélagar þeirra.

Það kom aldrei til greina og vann Skara fjögurra marka sigur þar sem Íslendingarnir tveir stóðu svo sannarlega fyrir sínu. Aldís Ásta skoraði fimm mörk í leiknum og Jóhanna Margrét tvö.

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn kemur í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kemst í úrslit gegn Önnereds sem lagði Skuru 3-1 í hinni undanúrslitarimmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×