Skálkaskjól Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. maí 2024 12:31 Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun