Skálkaskjól Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. maí 2024 12:31 Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun