Minnisleysi eða þekkingarskortur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. maí 2024 09:00 Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun