Menningarlegur og sáttfús forseti Aldís Aðalbjarnardóttir skrifar 8. maí 2024 14:01 Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun