Menningarlegur og sáttfús forseti Aldís Aðalbjarnardóttir skrifar 8. maí 2024 14:01 Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar