„Það er stórmót í húfi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 14:01 Viggó Kristjánsson spilar sem atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Vísir/Arnar Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira