„Það er stórmót í húfi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 14:01 Viggó Kristjánsson spilar sem atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Vísir/Arnar Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira