Rekstrarafkoma Sýnar ekki ásættanleg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 17:47 Arðsemi Sýnar hf. hefur ekki verið ásættanleg undanfarin ár. Gert er ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á árinu eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga. Vísir/Hanna Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi námu 5.934 milljónum króna og jukust um 1,3%. Mikill tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum sem voru umfram væntingar. Tekjurnar skiptast með eftirfarandi hætti: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%. Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.) Farsími 1.062 m.kr., lækkun um 11,5% milli ára (1F 2023: 1.200 m.kr.) Fastlína 106 m.kr., lækkun um 9,3% á milli ára (1F 2023: 116 m.kr.) Hýsingar- og rekstrarlausnir (Endor) 708 m.kr., hækkun um 0,8% á milli ára (1F 2023: 702 m.kr.) Vörusala 288 m.kr., lækkun um 12,5% á milli ára (1F 2023: 329 m.kr.) Aðrar tekjur 242 m.kr., hækkun um 1,5% á milli ára (1F 2023: 238 m.kr.) Tapið nam 153 milljónum en mikill vöxtur í auglýsingatekjum Sterkur tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum, en vöxturinn nam 22 prósentum, þar af 51 prósenti í auglýsingatekjum sjónvarps, og er vöxturinn umfram væntingar stjórnenda. Lækkun í farsímatekjum um 138 m.kr. skýrist einkum af lækkun í IoT tekjum. Viðsnúningur var í heimatengingum með rúmum 6% vöxt frá fyrra ári en einnig var öflugur vöxtur í tekjum af gestareiki (30%). Tap ársfjórðungsins nam 153 m.kr. (1F 2023: hagnaður 213 m.kr.) og eiginfjárhlutfall var 29,5%. Skipulagsbreytingar: Starfslok gerð við framkvæmdastjóra, deildir sameinaðar og stöðugildum fækkað um 20 á tímabilinu. Sparnaður á ársgrundvelli áætlaður um 380 m.kr., þegar breytingar koma fram að fullu á 4F 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. „Á fyrsta ársfjórðungi, var ég einstaklega ánægð með sterkan tekjuvöxt í auglýsingatekjum og einnig er ánægjulegt að sjá góðan viðsnúning í heimatengingum. Reikitekjur halda til viðbótar áfram að vaxa. Farsímatekjur lækka hins vegar frá sama tímabili í fyrra, líkt og greint var frá í nýlegri tilkynningu. Rekstrarafkoma félagsins er ekki ásættanleg en hins vegar er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi námu 5.934 milljónum króna og jukust um 1,3%. Mikill tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum sem voru umfram væntingar. Tekjurnar skiptast með eftirfarandi hætti: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%. Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.) Farsími 1.062 m.kr., lækkun um 11,5% milli ára (1F 2023: 1.200 m.kr.) Fastlína 106 m.kr., lækkun um 9,3% á milli ára (1F 2023: 116 m.kr.) Hýsingar- og rekstrarlausnir (Endor) 708 m.kr., hækkun um 0,8% á milli ára (1F 2023: 702 m.kr.) Vörusala 288 m.kr., lækkun um 12,5% á milli ára (1F 2023: 329 m.kr.) Aðrar tekjur 242 m.kr., hækkun um 1,5% á milli ára (1F 2023: 238 m.kr.) Tapið nam 153 milljónum en mikill vöxtur í auglýsingatekjum Sterkur tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum, en vöxturinn nam 22 prósentum, þar af 51 prósenti í auglýsingatekjum sjónvarps, og er vöxturinn umfram væntingar stjórnenda. Lækkun í farsímatekjum um 138 m.kr. skýrist einkum af lækkun í IoT tekjum. Viðsnúningur var í heimatengingum með rúmum 6% vöxt frá fyrra ári en einnig var öflugur vöxtur í tekjum af gestareiki (30%). Tap ársfjórðungsins nam 153 m.kr. (1F 2023: hagnaður 213 m.kr.) og eiginfjárhlutfall var 29,5%. Skipulagsbreytingar: Starfslok gerð við framkvæmdastjóra, deildir sameinaðar og stöðugildum fækkað um 20 á tímabilinu. Sparnaður á ársgrundvelli áætlaður um 380 m.kr., þegar breytingar koma fram að fullu á 4F 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. „Á fyrsta ársfjórðungi, var ég einstaklega ánægð með sterkan tekjuvöxt í auglýsingatekjum og einnig er ánægjulegt að sjá góðan viðsnúning í heimatengingum. Reikitekjur halda til viðbótar áfram að vaxa. Farsímatekjur lækka hins vegar frá sama tímabili í fyrra, líkt og greint var frá í nýlegri tilkynningu. Rekstrarafkoma félagsins er ekki ásættanleg en hins vegar er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00