Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­maður hjá OK

Atli Ísleifsson skrifar
Rúna Guðrún Loftsdóttir.
Rúna Guðrún Loftsdóttir. Aðsend

Rúna Guðrún Loftsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK.

Í tilkynningu segir að Rúna hafi starfað innan upplýsingatækninnar í tvo áratugi og komið þar að fjölbreyttum verkefnum. 

„Hún hefur starfað sjálfstætt hjá fyrirtæki sínu, Decasoft en Rúna hefur sinnt verkefnum við innleiðingar ITIL ferla og verklags, unniðað þjónustuhönnun, verkefnastjórnun við innleiðingar á kerfum og lausnum, ásamt Microsoft 365 ráðgjöf og fræðslu. Einnig starfar Rúna hjá Opna Háskólanum í Reykjavík við fræðslu í Microsoftlausnum, ásamt því að kenna þar upplýsingatækni í verkefnastjórnunarnámi APME.

Rúna starfaði áður hjá KPMG, Alvogen/Alvotech, Össur hf., Advania og Upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar. Rúna er með IPMA vottun íverkefnastjórn, ITIL4 vottun í ferlum og verklagi í upplýsingatækni og Microsoft kerfisstjórn,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×