Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 07:30 Andrew Nembhard reynir að komast framhjá vörn Donte DiVincenzo á meðan að Jalen Brunson kemst áfram með boltann en hann skoraði 43 stig í gærkvöld. AP/Frank Franklin II New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki. NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki.
NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira