Katrínu sem forseta Stefán Friðrik Stefánsson skrifar 6. maí 2024 18:31 Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun