Hvað er eiginlega að gerast? Inga Minelgaite skrifar 6. maí 2024 07:30 Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stjórnun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Sjá meira
Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun