Handbolti

Guð­mundur og Ís­lendinga­lið Ribe-Esb­jerg í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorsteins Ólafsson eru komnir í undanúrslit í Danmörku.
Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorsteins Ólafsson eru komnir í undanúrslit í Danmörku. Fredericia

Tvö Íslendingalið eru komin í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Um er að ræða lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia og Ribe-Esbjerg.

Fredericia lagði ríkjandi meistara í GOG með tíu marka mun í dag, lokatölur 34-24. Það tryggði Fredericia sæti í undanúrslitum. Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði að venju frábæra vörn í liði Fredericia ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Fredericia mætir Álaborg í undanúrslitum.

Elvar Ásgeirsson í baráttunni.Ribe-Esbjerg

Ribe-Esbjerg lagði Mors-Thy með tveggja marka mun á útivelli, lokatölur 26-28. Íslendingaliðið endaði í 8. sæti deildarkeppninnar og er fyrsta lið í sögu deildarinnar sem kemst í undanúrslit eftir að enda í síðasta sætinu sem veitir þátttöku í úrslitakeppninni.

Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson varði sjö skot í marki Ribe-Esbjerg í dag, þar á meðal eitt vítakast. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og gaf jafn margar stoðsendingar.

Ribe-Esbjerg mætir Skjern í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×