Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 21:54 U18 landsliðið er á leiðinni til Kína þar sem það mun keppa á heimsmeistaramóti í handbolta. Að taka þátt í slíkri keppni er alls ekki ókeypis, fyrir íslenska liðið að minnsta kosti. Aðsend Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira