Viðskipti innlent

Röntgen Domus og Orku­húsið fá ekki að sam­einast

Kjartan Kjartansson skrifar
Íslensk myndgreining ehf. rekur Röntgen Orkuhúsið í Urðarhvarfi í Kópavogi. Félagið vildi sameinast Röntgen Domus og mynda umsvifamesta myndgreiningarfyrirtæki landsins.
Íslensk myndgreining ehf. rekur Röntgen Orkuhúsið í Urðarhvarfi í Kópavogi. Félagið vildi sameinast Röntgen Domus og mynda umsvifamesta myndgreiningarfyrirtæki landsins. Vísir/Vilhelm

Fyrirhugaður samruni félaga sem eiga tvær af umsvifamestu læknisfræðilegu myndgreiningarþjónustufyrirtækjum landsins fær ekki að ganga í gegn eftir að Landsréttur staðfesti ógildingu Samkeppniseftirlitsins á honum í dag.

Til stóð að Íslensk myndgreining ehf. sem á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar ehf. sem á og rekur Röntgen Domus rynnu í eina sæng. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir.

Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann, meðal annars á þeim forsendum að með honum hefði keppinautum á markaðnum fækkað úr þremur í tvo og að samanlögð markaðshlutdeild félaganna orðið á bilinu áttatíu til hundrað prósent. Stofnunin taldi að samkeppnisröskun á þessu sviði gæti verið til þess fallin að draga úr gæðum og hækka kostnað við heilbrigðisþjónustu.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2021 og Héraðsdómur Reykjavíkur sömuleiðis ári síðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×