„Skákin er bara byrjuð“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 22:46 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, er byrjaður að tefla. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira