Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 29. apríl 2024 16:01 Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vegagerð Dalabyggð Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun