Enga saltdreifara á Bessastaði takk Skírnir Garðarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Vistheimili Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun