Innivist er mikilvægasti þátturinn við hönnun íbúða! Ásta Logadóttir skrifar 26. apríl 2024 07:31 Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar