„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:42 Kjartan Atli Kjartansson átti engin svör við sjóðheitri sókn Keflvíkinga í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. „Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira