„Við algjörlega frusum“ Siggeir Ævarsson skrifar 21. apríl 2024 17:38 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, þarf eitthvað að fara yfir það með sínum konum hvernig maður klárar körfuboltaleiki Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, átti fáar skýringar á því hvers vegna hans konur frusu sóknarlega annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 73-64 gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum