Laskað stýri, léleg vél og lekur bátur Sigurður Páll Jónsson skrifar 19. apríl 2024 22:01 Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar