Rory McIlroy fordæmir falsfrétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum. AP/David J. Phillip Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir ekkert til í þeim fréttum um að hann hafi fengið svakalegt peningatilboð frá forráðamönnum LIV Golf. Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024 Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024
Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira