Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans og Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Þau eru í aðalhlutverki í málinu. Vísir/Hjalti Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40
Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25