Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans og Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Þau eru í aðalhlutverki í málinu. Vísir/Hjalti Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40
Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25