Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 19:01 Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira