Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans og Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Þau eru í aðalhlutverki í málinu. Vísir/Hjalti Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40
Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25