Samkennd og skólastarf Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 10:31 Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun