Golf

Þrír á toppnum eftir dag tvö

Siggeir Ævarsson skrifar
Bryson DeChambeau í bönker í dag
Bryson DeChambeau í bönker í dag vísir/Getty

Þrír bandarískir kylfingar deila toppsætinu á Masters mótinu eftir dag tvö þegar þetta er skrifað. Bryson DeChambeau, Max Homa og Scottie Scheffler eru allir jafnir í 1. sæti á sex höggum undir pari, en Scheffler er að ljúka sínum hring á 16. holu.

Fjórði í röðinni er svo hinn danski Nicolai Højgaard, sem lék á 73 höggum í dag og þá hefur hinn sænski Ludvig Åberg þotið upp listann í dag og er í 7. sæti en hann lék á 69 höggum í dag.

Augu flestra í dag voru þó sennilega á kylfingi mun neðar á listanum en Tiger Woods freistaði þess að komast í gegnum niðurskurðinn í 24. sinn í röð á ferlinum og tókst það, fyrstur allra í sögunni.

Nokkuð hefur bætt í vindinn seinni partinn sem setur svip sinn á sum högg en mótið hefur þó gengið stóráfallalaust fyrir sig í dag. Veðurspáin er betri fyrir morgundaginn en bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 og hefst hún kl. 19:00.


Tengdar fréttir

Metið innan seilingar hjá Tiger Woods

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×