Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2024 20:55 Baldvin Már Hermannsson er forstjóri Air Atlanta. Sigurjón Ólason Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. Í fréttum Stöðvar 2 voru höfuðstöðvar Air Atlanta í Kópavogi heimsóttar. Sennilega hafa fæstir Íslendinga flogið með því þótt það teljist næst stærsta flugfélag þjóðarinnar enda felst þjónusta þess einkum í því að fljúga fyrir önnur flugfélög og félög í fraktþjónustu. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta kom til Keflavíkur vorið 1993.Stöð 2/Billi Það þótti stórt stökk þegar Atlanta fékk sína fyrstu Boeing 747 þotu fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var merkt Saudia-flugfélaginu, kaupanda þjónustunnar, en skráð á Íslandi, TF-ABK, og hlaut nafnið Agnar Kofoed-Hansen. Í fyrra urðu önnur tímamót í sögu Atlanta þegar það fyrst íslenskra félaga tók Boeing 777-breiðþotuna í notkun, raunar tvær, einnig til að fljúga fyrir Saudia. Núna eru tvær aðrar 777 að bætast við. Fyrsta Boeing 777-vél Air Atlanta í Jeddah í Sadí-Arabíu í fyrra. Núna verður félagið með fjórar slíkar í pílagrímaflugi fyrir Saudia-flugfélagið. B-777 er stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar og stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði B-747 og Airbus A380 var hætt.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson „Við erum með teymi núna í Bandaríkjunum sem er að vinna að móttöku á þessum tveimur viðbótarvélum og gerum ráð fyrir að þær verði klárar núna í maí-júní,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Atlanta verður jafnframt með tvær 747-farþegaþotur í pílagrímafluginu. Boeing 777-þotur Air Atlanta eru með allt að 492 farþegasæti.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson „Allar sex verða notaðar í pílagrímafluginu. Svo munum við eitthvað taka af áætlunarflugum fyrir okkar kúnna, Saudia, líka, inn á milli. En uppleggið er, svona næstu þrjá mánuðina, þegar pílagrímaflugið fer af stað, er að fyrst og fremst fókusa á pílagrímana.“ Þá hefur Atlanta einnig fest kaup á þremur 747-fraktþotum, sem afhentar verða í haust. „Það er rétt, 747-400, framleiddar sem fraktvélar. Við kaupum þær frá China Airlines. Þetta eru vélar sem eru að bera allt upp undir 120 tonn, með gríðarlega flutningsgetu.“ Air Atlanta hefur haft um eitthundrað Boeing 747-þotur í þjónustu sinni á þrjátíu árum.Wikiwand Flugflotinn stefnir í að verða allmyndarlegur og eingöngu breiðþotur. „Fraktvélarnar verða fjórtán talsins, sem eru veruleg umskipti frá því sem var bara fyrir covid þegar við vorum í fjórum – fimm. Þannig að við verðum þá komnir upp í fjórtán vélar. Og farþegaflotinn verður þá að lágmarki fjórar vélar og jafnvel sex, eftir því hvaða ákvarðanir við tökum í flotamálum á komandi hausti,“ segir Baldvin. Flugumsjón Air Atlanta í Kópavogi gerir flugáætlanir, reiknar út eldsneytisþörf, flutningsgetu, sækir veðurspár og vaktar svo hverja flugferð.Sigurjón Ólason Starfsmannafjöldinn stefnir yfir eittþúsund manns, þar af starfa um þrjúhundruð Íslendingar hjá félaginu, en yfir eitthundrað manns vinna í höfuðstöðvunum í Kópavogi. „Þetta er heljarinnar átak og mikil vinna, bæði við að koma vélunum í gott stand áður en þær koma inn í reksturinn, þjálfa mannskap, gera allt klárt hérna innandyra og erlendis. Við munum vera með í kringum 1.200 til 1.300 manns í vinnu í það heila þegar útgerðin verður komin á fullt. Já, þetta er heljarinnar útgerð.“ Áhafnavakt Air Atlanta á að tryggja að flugmenn fljúgi innan tímamarka og fái lögbundna hvíld.Sigurjón Ólason Raunar stefnir í stærsta ár Air Atlanta. „Í dag erum við að fljúga meira heldur en við höfum nokkurn tíma gert áður, hvort sem það er í fjölda flugstunda eða lengd fluga. Við erum að fljúga verulega mikið og ég held að ef allt fer sem horfir þá mun þetta ár, 2024, verða okkar allra stærsta ár,” segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Fréttir af flugi Sádi-Arabía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru höfuðstöðvar Air Atlanta í Kópavogi heimsóttar. Sennilega hafa fæstir Íslendinga flogið með því þótt það teljist næst stærsta flugfélag þjóðarinnar enda felst þjónusta þess einkum í því að fljúga fyrir önnur flugfélög og félög í fraktþjónustu. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta kom til Keflavíkur vorið 1993.Stöð 2/Billi Það þótti stórt stökk þegar Atlanta fékk sína fyrstu Boeing 747 þotu fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var merkt Saudia-flugfélaginu, kaupanda þjónustunnar, en skráð á Íslandi, TF-ABK, og hlaut nafnið Agnar Kofoed-Hansen. Í fyrra urðu önnur tímamót í sögu Atlanta þegar það fyrst íslenskra félaga tók Boeing 777-breiðþotuna í notkun, raunar tvær, einnig til að fljúga fyrir Saudia. Núna eru tvær aðrar 777 að bætast við. Fyrsta Boeing 777-vél Air Atlanta í Jeddah í Sadí-Arabíu í fyrra. Núna verður félagið með fjórar slíkar í pílagrímaflugi fyrir Saudia-flugfélagið. B-777 er stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar og stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði B-747 og Airbus A380 var hætt.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson „Við erum með teymi núna í Bandaríkjunum sem er að vinna að móttöku á þessum tveimur viðbótarvélum og gerum ráð fyrir að þær verði klárar núna í maí-júní,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Atlanta verður jafnframt með tvær 747-farþegaþotur í pílagrímafluginu. Boeing 777-þotur Air Atlanta eru með allt að 492 farþegasæti.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson „Allar sex verða notaðar í pílagrímafluginu. Svo munum við eitthvað taka af áætlunarflugum fyrir okkar kúnna, Saudia, líka, inn á milli. En uppleggið er, svona næstu þrjá mánuðina, þegar pílagrímaflugið fer af stað, er að fyrst og fremst fókusa á pílagrímana.“ Þá hefur Atlanta einnig fest kaup á þremur 747-fraktþotum, sem afhentar verða í haust. „Það er rétt, 747-400, framleiddar sem fraktvélar. Við kaupum þær frá China Airlines. Þetta eru vélar sem eru að bera allt upp undir 120 tonn, með gríðarlega flutningsgetu.“ Air Atlanta hefur haft um eitthundrað Boeing 747-þotur í þjónustu sinni á þrjátíu árum.Wikiwand Flugflotinn stefnir í að verða allmyndarlegur og eingöngu breiðþotur. „Fraktvélarnar verða fjórtán talsins, sem eru veruleg umskipti frá því sem var bara fyrir covid þegar við vorum í fjórum – fimm. Þannig að við verðum þá komnir upp í fjórtán vélar. Og farþegaflotinn verður þá að lágmarki fjórar vélar og jafnvel sex, eftir því hvaða ákvarðanir við tökum í flotamálum á komandi hausti,“ segir Baldvin. Flugumsjón Air Atlanta í Kópavogi gerir flugáætlanir, reiknar út eldsneytisþörf, flutningsgetu, sækir veðurspár og vaktar svo hverja flugferð.Sigurjón Ólason Starfsmannafjöldinn stefnir yfir eittþúsund manns, þar af starfa um þrjúhundruð Íslendingar hjá félaginu, en yfir eitthundrað manns vinna í höfuðstöðvunum í Kópavogi. „Þetta er heljarinnar átak og mikil vinna, bæði við að koma vélunum í gott stand áður en þær koma inn í reksturinn, þjálfa mannskap, gera allt klárt hérna innandyra og erlendis. Við munum vera með í kringum 1.200 til 1.300 manns í vinnu í það heila þegar útgerðin verður komin á fullt. Já, þetta er heljarinnar útgerð.“ Áhafnavakt Air Atlanta á að tryggja að flugmenn fljúgi innan tímamarka og fái lögbundna hvíld.Sigurjón Ólason Raunar stefnir í stærsta ár Air Atlanta. „Í dag erum við að fljúga meira heldur en við höfum nokkurn tíma gert áður, hvort sem það er í fjölda flugstunda eða lengd fluga. Við erum að fljúga verulega mikið og ég held að ef allt fer sem horfir þá mun þetta ár, 2024, verða okkar allra stærsta ár,” segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Fréttir af flugi Sádi-Arabía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03
Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25