Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2020 23:01 Júmbó-þotur Air Atlanta hafa meðal annars verið notaðar í pílagrímaflugi fyrir Saudia. Hér er TF-AAK í Surabaya í Indónesíu sumarið 2019 að taka pílagríma um borð á leið til hinnar heilögu borgar Mekka. Þessi sama vél var áður merkt Iron Maiden þegar hún ferjaði bresku rokkhljómsveitina um heiminn. Getty/Suyanto Putramudj. Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747: Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747:
Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08