Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 11. apríl 2024 11:01 Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun